Vísindaport: Fólkið og Hafið - líffræðilegur fjölbreytileiki sjávar í þúsund ár

Hvernig hafa samfélög manna haft áhrif á hafið í gegnum tíðina? Lifðu menn til forna í sátt við hafið? Hvað getum við lært um líffræðilegan fjölbreytileika fyrri tíma í hafinu með því að rannsaka skeljar, bein og leðju? Í þessu erindi mun Luke Holman kynna SeaChange verkefnið, þar sem hann nálgast svör við þessum spurningum með gögnum sem hafa verið safnað víðs vegar að úr heiminum.

Luke Holman er sjávarvistfræðingur sem sérhæfir sig í því að nota erfðaefni sem dýr, plöntur og bakteríur skilja eftir í umhverfinu til að læra um líffræðilegan fjölbreytileika í hafinu, bæði í rúmi og tíma. Luke býr og starfar í Danmörku, þar sem hann greinir sjávarset í rannsóknarstofum Globe Institute í Kaupmannahöfn. Þegar hann er ekki á rannsóknarstofunni , þá nýtur hann að þess að eyða tíma úti á sjó.

 

https://ucph-ku.zoom.us/j/7994057609