Seira Duncan mun halda fyrirlestur miðvikudaginn 8. nóvember kl. 13.00 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða.
Fyrirlestur hennar fjallar um sjávarbyggðir í Japan og hennar persónulega upplifun sem Ryukyuan (Okinawan) frumbyggjahóp
Hún er fyrsti fræðimaðurinn til að dvelja í Grímshúsi og vinnur þar við verkefni sitt “Andleg vellíðan meðal frumbyggjasamfélaga á Norðurslóðum á tímum loftslagsbreytinga”.
Hún er doktorsnemi við Háskóla Austur Finnlands og stundar rannsóknir á Grænlandi og er í rannsóknarhóp tengdum norðurslóðum “International Arctic Science Consortium”.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku.