Ester Sturludóttir hefur verið ráðin í starf annars af tveimur móttökuriturum við Háskólasetur Vestfjarða.
Ester er Ísfirðingum kunn af fyrri störfum sínum hjá Íslandsbanka og sem einkaþjálfari í Stúdío Dan. Hún er nú í námi í Viðskiptafræði á Bifröst.
Starf móttökuritara er fjölbreytt og sinna þeir öllu Vestrahúsinu. Auk hefðbundinna starfa ritara sinna þeir í vaxandi mæli sérhæfðum verkefnum, svo sem umsjón með Þróunarsjóði innflytjendamála.
Háskólasetrið auglýsti eftir móttökuritara eftir að Þórdís Lilja Jensdóttir ákvað að hætta eftir ellefu ára starf.
Um leið og Þórdísi eru þökkuð vel unnin störf í þágu Háskólaseturs og stofnana í Vestrahúsinu, er Ester Sturludóttir boðin velkomin til starfa.
Ester mun hefja störf 1.janúar 2023.