Vísindaportið:Ágrip af sögu heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða

Föstudaginn 9.febrúar heldur dr.Gylfi Ólafsson erindi í Vísindaporti sem nefnist:

Ágrip af sögu heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða.

Í erindi sínu lýsir Gylfi ýmsum þáttum úr sögu heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða frá öndverðu til dagsins í dag, en hann undirbýr nú grein í ársrit Sögufélags Ísfirðinga um efnið. Fjallað verður um hús, sameiningar og áhugaverða atburði í þessari löngu sögu.

Gylfi Ólafsson er uppalinn á Ísafirði, er með doktorspróf í heilsuhagfræði og var forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða frá 2018–23.

Erindið fer fram í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða frá kl. 12.10 til 13.00

Erindinu er streymt í gegnum zoom hlekk og má finna slóðina hér:

https://eu01web.zoom.us/j/6994747