Vísindaportið: Púkinn í okkur öllum

Í Vísindaportinu 2. febrúar heldur Skúli Gautason erindi sem nefnist "Púkinn í okkur öllum" þar sem hann segir frá barnamenningarhátíðinni Púkanum sem var haldin í september síðastliðinn og verður haldin aftur í apríl næstkomandi.

 

Erindið fer fram í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða frá kl. 12.10 til 13.00

 

Skúli Gautason er menningarfulltrúi Vestfjarða og vinnur hjá Vestfjarðastofu. Hann hefur áður starfað sem framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, menningarfulltrúi Hörgársveitar og viðburðastjóri á Höfuðborgarstofu. Hann er með meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst en þar áður starfaði hann sem leikari, leikstjóri og tónlistarmaður.

Erindinu er streymt í gegnum zoom hlekk og má finna slóðina hér:

https://eu01web.zoom.us/j/6994747