Er hægt að láta nýsköpun gerast?
Í erindi sem Arnar Sigurðsson heldur í Vísindaporti föstudaginn 3.maí verður spurningum velt upp um hvort, og þá hvernig hægt sé að stuðla að nýsköpun á tilteknum svæðum. Unnið verður með þræði sem spunnust í verkefninu Að rækta vistkerfi nýsköpunar í dreifðum byggðum. Leitast verður að svara því á sem hagnýtastan hátt: Hvað getum við gert til að stuðla að nýsköpun í okkar nærumhverfi?
Arnar Sigurðsson er frumkvöðull sem vinnur að rannsóknum og þróun á sambandi sköpunar og samfélags. Hann starfar innan samfélagslegu tilraunstofunnar Austan mána (www.eastofmoon.com). Um þessar mundir starfar Arnar að því að þróa og leiða hafnar.haus, sem er vinnurými og samfélag um 250 listamanna, frumkvöðla og annars skapandi fólks í miðbæ Reykjavíkur.
Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér:https://eu01web.zoom.us/j/69947471079