Maria Wilke heldur erindi í Vísindaporti dagsins um vettvangsrannsókn sem hún gerði og fjallar um gildi og viðhorf þeirra sem tengjast Skjálfandaflóa og hvernig þau gildi speglast í hugmyndum fólks á Norðurslóðum um réttlæti og jafnrétti. Rannsóknin var unnin í samvinnu við stofnun Vilhjálms Stefánssonar sem hluti af stærra JUSTNORTH verkefninu og styrkt af Horizon 2020 rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins.
Í erindi sínu mun Maria Wilke einnig kynna niðurstöður úr fyrstu rannsókn sem hún gerði varðandi hvernig gildi okkar endurspeglast á samfélagsmiðlum
Maria Wilke lauk námi í sjávarbyggðafræðum frá Háskólasetri Vestfjarða og lauk nýverið doktorsprófi í frá Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem hún gerði rannsókn á þátttöku almennings í hafskipulagi.
Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er á ensku og því er streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér:https://eu01web.zoom.us/j/69947471079