Vísindaport:„Átakanleg upplifun en þegar upp er staðið stöndum við sterkari“. Upplifun heilbrigðisstarfsfólks af umönnun íbúa Súðavíkur eftir snjóflóðin í janúar 1995

Erindið er unnið upp úr lokaverkefni Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur í meistaranámi í heilbrigðisvísindum. Þar var skoðuð upplifun heilbrigðisstarfsmanna af umönnun íbúa Súðavíkur eftir snjóflóðin í Súðavík 1993. Eftir snjóflóðin sköpuðust ófyrirséðar aðstæður sem mögnuðust upp vegna lokaðra samgönguleiða og margra daga óveðurs. Heilbrigðisstarfsfólk á Ísafirði bar hitann og þungann af líkamlegri og andlegri umönnun Súðvíkinga fyrstu dagana eftir flóðin. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í upplifun heilbrigðisstarfsfólks sem sinnti einstaklingum sem lentu í mannskæðu hamförunum og kanna hvort sú lífsreynsla starfsfólksins hafi haft áhrif á þeirra líf og störf



Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir er fædd og uppalin á Ísafirði. Hún lauk BS námi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1993 og hefur starfað sem sjúkraþjálfari á endurhæfingardeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Ísafirði frá útskrift. Síðastliðið vor útskrifaðist hún með meistaragráðu í heilbrigðisvísindum með áherslu á stjórnun í heilbrigðiskerfinu frá Háskólanum á Akureyri