Í vísindaport að þessu sinni fáum við til okkar góðan gest, hann Tómas Rúnar Sölvason, forstjóra Arctic Protein.
"Í þessum fyrirlestri mun ég kynna fyrirtækið Arctic Protein – Pelagia, fara stuttlega yfir sögu fyrirtækisins hér á Íslandi, lýsa vörunni sem við erum að vinna með (melta), lýsa hvernig melta er áframunnin í dag og einnig snerta á þeim möguleikum sem við eigum hér á íslandi í að nýta meltu
Ég heiti Tómas Rúnar Sölvason, fæddur og uppalinn í Bolungarvík og flutti aftur heim árið 2021. Ég er með Ms.c í vélaverkfræði frá KTH í Stokkhólmi þar sem ég bjó í 5 ár, fyrst til náms og síðan í vinnu hjá vörubílaframleiðandanum Scania. Áður en ég hóf störf hjá Arctic Protein – Pelagia 2024 vann ég hjá Marel sem vélahönnuður í vöruþróun í 7 ár"
Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er einnig streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér https://eu01web.zoom.us/j/69947471079
Erindið fer fram á íslensku