Í vísindaporti þann 8. nóvember kemur Íris Heiðrúnardóttir til okkar og ræðir um velgengni jógaspil síns YOGER sem hún hannaði og framleiddi árið 2020. Einnig mun hún ræða Bollafaktoríuna og vinnustofur Netgerðarinnar.
Íris er 100% Ísfirðingur og Grænlendingur að hluta. Nýflutt aftur heim eftir nokkurra ára heimsflakk. Hún er menntuð í myndlist og starfar sem listakona og kennari.
Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er einnig streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér https://eu01web.zoom.us/j/69947471079
Erindið fer fram á íslensku