Í vísindaporti þann 29. nóvember mun Sif Huld Albertsdóttir fjalla um réttindi barna að heilbrigðisþjónustu, með áherslu á börn með skarð í vör og/eða tanngarði. Og börn á landsbyggðinni sem þurfa að ferðast langar vegalengdir til sérfræðiþjónustu. Hún vill að lögð sé áhersla á að tryggja jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn óháð búsetu eða fjárhag.
Sif Huld Albertsdóttir fæddist í Reykjavík, en ólst upp í Hnífsdal. Hún fluttist til Ísafjarðar 14 ára gömul og hefur, með stuttu stoppi í Reykjavík, búið að mestu leyti á Ísafirði síðan. Sif er aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Sjótækni. Hún er menntaður þroskaþjálfi, með meistaragráðu í forystu og stjórnun. Hún á fjóra syni, þar af einn langveikan, og gegnir hún hlutverki formanns Breiðra Brosa, hagsmunasamtaka barna með skarð í vör og/eða tanngarði og aðstandenda þeirra. Sif hefur mikla reynslu af sjúkratryggingakerfinu, bæði sem móðir langveiks barns og sem móðir á landsbyggðinni. Hún berst fyrir jöfnum réttindum barna til heilbrigðisþjónustu.
Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er einnig streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér https://eu01web.zoom.us/j/69947471079
Erindið fer fram á íslensku