Í tilefni af fundi Rannsóknasamfélags Vestfjarða á Þingeyri verður vikulega Vísindaport Háskólaseturs haldið á Þingeyri í fyrsta sinn. Vísindaport er vettvangur til að miðla áhugaverðum fyrirlestrum til almennings og þar sem Rannsóknasamfélag Vestfjarða stendur fyrir árlegum viðburði sínum á Þingeyri var því kjörinn tími til að sameina þetta tvennt.
Rannsóknafélagið er opinn hópur fólks sem stundar rannsóknir á Vestfjörðum og í nærumhverfi. Á opna fyrirlestrinum sem Blábankinn stendur fyrir munu félagsmenn segja frá nýjustu verkefnum sínum í stuttum kynningum, þannig að áhorfendur fá að kynnast fjölbreyttum nýlegum rannsóknum á Vestfjörðum. Starfsmenn frá Háskólasetri Vestfjarða, Nátturustofu Vestfjarða, Fræðasetri HÍ í Bolungarvík eru meðal þeirra sem munu kynna rannsóknir á fuglum, fornleifafræði, þorski, staðfestu í sjávarbyggðum og margt fleira!
Visindaportinu verður einnig streymt, hlekknum verður bætt við síðar.