Vísindaðport:Skapandi skrif

Í Vísindaportinu föstudaginn 26. janúar kl. 12.10 heldur Greta Lietuvninkaité erindi í kafiistofu Háskólaseturs Vestfjarða um skapandi skrif, áhrif þess á bætta sjálfsvitund og hvernig hægt er að víkka sálfræðilega þekkingu og æfa skapandi aðferðir í skrifum.

Vísindaportið er í samstarfi við Gefum íslensku séns.

Greta Lietuvninkaitė er litháískur rithöfundur, búsett á Ísafirði. Hún gaf nýverið út sína aðra bók, "Tvö Höf", þar sem hún býður lesandanum að kanna ólíkar hliðar hins kvenlega, sem og að horfast í augu við persónulegar skuggahliðar sínar. Fyrsta bók hennar, "Feluleikur" vakti mikla athygli í Litháen og er löngu uppseld. Hana gaf Greta út þegar hún var 25 ára gömul eftir að hafa útskrifast úr sálfræði og búið í Kanada í eitt ár. Næst ætlar Greta að skrifa um sjálfa sig og söguna af því hvernig hún flutti til Íslands í væntanlegu verki sem nefnist „Hennar rödd“sem og í tímariti Ós Pressunnar. Á Ísafirði er Greta þekkt fyrir að halda ritlistarsmiðjur undir heitinu „Write it out“þar sem þátttakendum er kennt að beita ótal aðferðum til þess að vingast við vetrarblúsinn.

Erindinu er streymt í gegnum zoom hlekk og má finna slóðina hér:

https://eu01web.zoom.us/j/6994747