School for International Training (SIT) háskóli í Vermont, Bandaríkjunum, auglýsir eftir nýjum fagstjóra fyrir misserisnámið sitt á Íslandi. Um er að ræða heilsársstarf og mun viðkomandi starfa hjá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði. Umsóknarfrestur er til 15 október. Nánari upplýsingar og umsóknargátt má nálgast hér.
Háskólasetrið hefur átt samstarf við SIT um sumarnámskeið frá árinu 2008 en árið 2016 bættist misserisnámið við, Climate Change and the Arctic. Vegna þess koma því árlega tveir hópar, eina önn í senn, til Íslands og dvelja aðallega á Ísafirði. Að auki tóku skólarnir upp samstarf um meistaranám SIT hjá Háskólasetri árið 2018 svo samstarfið er orðið þétt og nemendahóparnir margir. Umsjón með misserisnámi hefur sérstakur fagstjóri og aðstoðarmaður hans og eiga báðir starfsstöð á Háskólasetrinu á Ísafirði en fá laun frá SIT, annað hvort beint eða í gegnum Háskólasetur.