Um námskeiðið
ATH þetta námskeið er kennt út önnina í fjarnámi
Áskoranir samtímans í rannsóknum á strandsvæðum og strandsvæðastjórnun á norðurslóðum eru til umfjöllunar í þessu námskeiði. Tekin verða saman mismunandi sjónarmið ýmissa alþjóðlegar hagsmunaaðila, þar á meðal sjónarmið fræða- og rannsóknaraðila, stefnumótunaraðila, fagaðila, frjálsra félagasamtaka og atvinnulífsins. Einnig verður fjallað um málefni á borð við hagræðingar vegna loftslagsbreytinga, framkvæmd sjálfbærnimarkmiða SÞ, alþjóðlega og svæðisbundna árekstra, mengun, hnattvæðingu, umhverfisréttlæti, -bætur og -lagfæringar sem og ógnir við fjölbreytileika lífríkisins. Umfjöllunarefni fyrirlestranna verða uppfærð og löguð jafnóðum að málefnum líðandi stundar og þróun mála í strandsvæðafræðum, með sérstakri áherslu á innleiðingu stjórnunartækja. Meira um námskeiðið má finna hér.
Um meistaranámskeið hjá Háskólasetri
Öll meistaranámskeið sem kennd eru við Háskólasetur Vestfjarða eru opin gestanemendum, skiptinemendum og fólki úr atvinnulífinu. Námskeiðin eru eru hluti af tveimur alþjóðlegum þverfaglegum meistaranámsleiðum, haf- og strandsvæðastjórnun, og sjávarbyggðarfræði.
Í kennsluskrá má finna upplýsingar um þau áhugaverðu námskeið sem kennd eru á hverju skólaári. Námskeiðin eru kennd í lotum og eru kennd á ensku þar sem nemendahópurinn er alþjóðlegur og kennarar koma alls staðar að úr heiminum. Einnig má sjá skipulag námsins í sameiginlegri kennsluáætlun Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnunar. Námskeiðin uppfylla kröfur ýmissa stéttarfélaga um námsstyrki. Vor- og sumarannir eru tilvaldar fyrir háskólanemendur sem vilja stytta námstímann í reglubundnu námi.