Starfsauglýsing: SIT

Bandaríski SIT-háskólinn leitar að aðstoðarmanni fagstjóra í 3-4 mánuði sumarið 2024 fyrir  prógramið Track Two. Frekari upplýsingar má finna í starfsauglýsingunni á ensku.

Starfsauglýsing

Bandaríski SIT-háskólinn er sérhæfður í að senda nemendur sína erlendis, enda liggja hans rætur einmitt í School for International Training. Háskólinn er staðsettur í Vermont, en starfsemi hans teygist um allan heiminn. Samstarf SIT við Háskólasetur hófst 2007 með heimsókn vettvangsskóla SIT og hafa vettvangsskólar komið í nokkrar vikur hvert sumar æ síðan, jafnvel í heimsfaraldrinum.

SIT býður einnig upp á misserisnám þar sem nemendur dvelja í heila önn í ákveðnu landi við ákveðið nám og hófst þessi þáttur samstarfsins 2016. Með misserisnámi sköpuðust tvö ársstörf á Ísafirði, hjá Háskólasetri.

2018 ýtti SIT sínu fyrsta meistaranámi úr vör og gerði það einmitt með og hjá Háskólasetri Vestfjarða. Nemendur í meistaranámi SIT dvelja hjá Háskólasetri í eina önn í senn.