Um námskeiðið:
Námskeiðið miðast við að auka skilning, leikni og almenna hæfni nemenda er lýtur að rannsóknartillögum og -aðferðum. Námskeiðið samanstendur af röð vinnustofa sem miða að því að miðla til nemenda verkfærum til að mega þróa frambærilegar rannsóknartillögur. Auk þess felur námskeiðið í sér þjálfun í siðfræði viðvíkjandi rannsóknarvinnu. Meira um námskeiðið má finna hér.
Um meistaranámskeið hjá Háskólasetri
Öll meistaranámskeið sem kennd eru við Háskólasetur Vestfjarða eru opin gestanemendum, skiptinemendum og fólki úr atvinnulífinu. Námskeiðin eru eru hluti af tveimur alþjóðlegum þverfaglegum meistaranámsleiðum, haf- og strandsvæðastjórnun, og sjávarbyggðarfræði.
Í kennsluskrá má finna upplýsingar um þau áhugaverðu námskeið sem kennd eru á hverju skólaári. Námskeiðin eru kennd í lotum og eru kennd á ensku þar sem nemendahópurinn er alþjóðlegur og kennarar koma alls staðar að úr heiminum.
Einnig má sjá skipulag námsins í sameiginlegri kennsluáætlun Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnunar. https://www.uw.is/is/meistaranam/resources/kennsluaaetlun
Námskeiðin uppfylla kröfur ýmissa stéttarfélaga um námsstyrki. Vor- og sumarannir eru tilvaldar fyrir háskólanemendur sem vilja stytta námstímann í reglubundnu námi.