Ráðstefna: Félags- og samstöðuhagkerfið

SMELLIÐ HÉR FYRIR VIÐBURÐINN Á FACEBOOK - SJÁIÐ NÝJUSTU TILKYNNINGAR OG UPPFÆRSLUR

Um ráðstefnuna

Hvar værum við stödd ef við hefðum ekki frjálsu félagasamtökin, björgunarsveitirnar, kvenfélögin,
íþróttafélögin, leikfélögin, Lions, Oddfellow, hinar ýmsu sjálfseignarstofnanir, samvinnufélög og fleiri
sjálfboðaliðasamtök og hreyfingar? Hvers konar samfélög væru þorpin okkar og bæir ef þessara félaga nyti ekki við? Hvernig getum við skipulagt þessa starfssemi betur í nánustu framtíð?

Þessi félagasamtök og hreyfingar eru stundum nefnd hagnaðarlausi geirinn, því þau sækjast ekki eftir mestum hagnaði heldur vilja þau bæta heilsu, vellíðan og lífsgæði fólks, auka félagslega inngildingu, samheldni, samstöðu og þátttöku fólks í nærsamfélaginu. Stundum hafa þau verið nefnd félagshagkerfið eða bara 3. geirinn, þar sem þau tilheyra hvorki einka – né ríkisgeiranum. Á seinni hluta 10. áratugs síðustu aldar var farið að kalla þessi félög, fyrirtæki og stofnanir „Social and Solidarity Economy“, sem við höfum þýtt sem „Félags og samstöðuhagkerfið“.

Þann 13. september næstkomandi verður haldin ráðstefna í Háskólasetri Vestfjarða undir nafninu „Félags og samstöðuhagkerfið“. Markmið ráðstefnunnar er að vekja athygli almennings og bæjaryfirvalda á mikilvægi og margvíslegri starfssemi félaga, stofnanna og einstaklinga innan “Félags og samstöðuhagkerfisins“ fyrir samfélögin á Vestfjörðum. Ef vel er á haldið þá getur þátttaka hins almenna borgara í þessu hagkerfi styrkt hann sjálfan og lýðræðið í þorpunum, og aukið samneytið og samheldnina innan þeirra. Ráðstefnan er öllum opin!

Dagskrá

Viðburður Dagsetning Tími Staðsetning
Vinnustofur - Fyrir boðsgesti Fimmtudagur 12. sept 16:30 - 21:30 Háskólasetur Vestfjarða
Ráðstefna - Gjaldfrjáls og opin öllum Föstudagur 13. sept 12:00 - 17:45 Háskólasetur Vestfjarða

Dagskrá fyrir ráðstefnu á föstudag 13. sept:
Því miður forfallast forseti Íslands á ráðstefnuna vegna jarðarfarar. 

Gisting

Yfirlit um gistimöguleika má finna hjá Markaðsstofu Vestfjarða.

Hafðu samband

 Ef þú ert með spurningar í sambandi við ráðstefnuna vinsamlegast hafðu samband við verkefnastjóra Háskólaseturs ester@uw.is

 

Styrktaraðilar