"Midnight Sun" - rannsókn á sjávar- og jarðfræðilegu landslagi Vestfjarða

Velkomin á kynningu hjá kvikmyndagerðarkonunni Giulia Grossmann og samstarfsmanni hennar Pedro Junger í Háskólasetri Vestfjarða kl. 3-4 n.k. föstudag. Boðið verður uppá bjór, snakk og spjall.  Giulia Grossmann og Pedro Junger hafa verið í tvær vikur á Ísafirði sem hluti af ArtsIceland verkefninu. Þau munu sýna frá rannsóknum á sjávar- og jarðfræðilegu landslagi Vestfjarða á listrænan og vísindalegan hátt.

Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna hér: https://www.facebook.com/events/2795354243974366?ref=newsfeed