Stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða • Auglýsing eftir verktaka í ræstingu og umsjón með húsi
Skrifstofa stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða leitar að aðila eða aðilum til að sinna ræstingu milli leigjenda í stúdentagörðum annars vegar og "altmuligmand" fyrir tilfallandi húsvörðslustörf hins vegar. Til greina kemur að gera verksamning við einn aðila fyrir alla þætti eða skipta verkþáttum upp.
Áætlað umfang ræstingar:
• Stúdíóíbúðir eru 40 talsins og eru um 20-22 fm hver, auk svefnlofts í 70% íbúðanna. Þær verða ekki ræstar nema við leigjendaskipti. Gera má ráð fyrir að leigjendaskipti verði til lengri tíma tvö til þrjú á ári að jafnaði og oftast á tímabili júní til ágúst.
• Sængurföt tekin af og komið í þvottahús. Ræstingaraðila er velkomið að taka að sér þvott ef aðstaða leyfir.
• Sameign (eldhús á fyrstu hæð, setustofa og gangar/tröppur) verður þrifin einu sinni á ári í ágúst árlega.
Áætlað umfang umsjónar með húsinu:
Létt tilfallandi húsvörðsluverk þegar við á. Þar sem húsin eru ný er ekki gert ráð fyrir mikilli viðhaldsvinnu. Leitað er að "altmuligmand" sem er handlaginn, kann að laga einföld verk sjálf(ur) og getur aðstoðað skrifstofu stúdentagarða við að kalla til iðnaðarmenn þegar þörf er á. Umfang verks er ekki enn ljóst að öðru leyti. Altmuligmaðurinn þarf að jafnaði að vera tiltækur við brýn útköll en starfar annars skv. forgangslista sem skrifstofa stúdentagarða heldur utan um. Gert er ráð fyrir að samskipti leigjenda verði við skrifstofu stúdentagarða en ekki við altmuligmanninn beint.
Þó altmuligmaðurinn þurfi ekki að vera tiltækur á öllum stundum þarf viðkomandi eðlilega að vera staðsettur á norðanverðum Vestfjörðum og dvelja þar mestan hluta ársins til að geta sinnt verkinu. Ef um semst kann að bætast við úttekt á stúdíóíbúðum við leigjendaskipti skv. gátlista til að létta undir með skrifstofu stúdentagarða og má ætla að leigjendaskipti verði tvö til þrjú á ári í 40 íbúðum, oftast á tímabilinu júní til ágúst.
Skrifstofa stúdentagarða leitar eftir aðilum, sem hafa áhuga á að taka að sér hluta verksins eða verkin í heild. Þar sem engin reynsla er af starfseminni og ekki er ljóst hvort betra er að skipta verkin upp milli aðila eða semja við einn er hér með lýst eftir áhugasömum aðilum, viðtöl tekin við alla og svo beðið eftir tilboðum. Í því ferli er gert ráð fyrir að skoða húsnæðið.
Áhugasamir gefi sig fram með tölvupóst eða símtali til forstöðumanns Háskólaseturs,
Peter Weiss, weiss @uw.is 450 3045 eða 869 3045
fyrir föstudaginn 12.01.2024.
Haft verður samband við alla sem gefa sig fram.