Kynning á meistaranámi: Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnun

 

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG Á NETKYNNINGU 18. des
 

 

Fagstjórar meistaranáms í sjávarbyggðafræði og haf- og strandsvæðastjórnun, Dr. Matthias Kokorsch og Dr. Brack Hale, segja frá námsleiðunum tveimur, uppbyggingu þeirra, áherslum og atvinnumöguleikum. Fagstjórarnir og núverandi nemendur svara spurningum þátttakenda að kynningunni lokinni. Kynningin fer fram á ensku í gegnum Zoom.

Sjávarbyggðafræði er eina sérhæfða byggðafræðinámið á Íslandi. Námið er þverfræðilegt meistaranám þar sem fengist er við þróun byggða í fortíð og framtíð. Námið byggir einkum á félagsfræði, hagfræði, mannvistarlandfræði og skipulagsfræði.

Haf- og strandsvæðastjórnun er þverfræðilegt meistaranám á sviði umhverfis- og auðlindastjórnunar með áherslu á hafið og ströndina. Í náminu kynnast nemendur ýmsum aðferðum við stjórnun haf- og strandsvæða út frá efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum forsendum.

Námsleiðirnar eru kenndar í staðnámi á Ísafirði í samstarfi við Háskólann á Akureyri og útskrifast nemendur með gráðu frá HA. Nemenda- og kennarahópurinn er mjög fjölbreyttur en bæði kennarar og nemendur koma víða að úr heiminum og hafa margvíslegan bakgrunn. Inntökuskilyrði í báðar námsleiðir eru þau að umsækjandi hafi lokið grunnháskólagráðu BA, BSc eða BEd, óháð námsgrein.

Umsóknarfrestur: 15. apríl 2024.

Nánari upplýsingar og rafræn umsóknareyðublöð má finna á vefsíðum námsleiðanna:

Einnig má senda fyrirspurnir á info@uw.is.