Fyrr á þessu ári fengu tveir meistaranemar Háskólaseturs Vestfjarða styrk til að rannsaka hnúfubaka í Ísafjarðardjúpi í sumar og haust, þau Benedek Regoczi and Laura Lyall. Styrkurinn var veittur af Rannís, nýsköpunarsjóði námsmanna, fyrir 2.040.000 kr. Brack Hale, fagstjóri meistaranáms í Haf- og Strandsvæðastjórnun sótti um styrkinn fyrir hönd Háskólaseturs Vestfjarða fyrir verkefnið “Rannsóknir á hvölum fyrir ábyrgar siglingaleiðir”.
Verkefnið er unnið í samvinnu við Borea, Sjóferðir, Húsavík, Vestmannaeyjar og Whale Wise. Í verkefninu kemur fram að Ísafjarðardjúp er mikilvægt fæðusvæði fyrir hnúfubaka en litlar upplýsingar liggja fyrir um hvalina í dag. Á sama tíma er mikið um röskun af mannavöldum á svæðinu þar á meðal tíðar bátsferðir um Ísafjörð og er talið að þær muni bara aukast, sem getur þýtt meiri áhrif á hegðun og heilsu hvalanna. Í verkefninu er lagt til samstarfsnet til að kanna útbreiðslu hvalanna í Ísafjarðardjúpi til að stuðla að upplýstum og ábyrgum starfsháttum á svæðinu. Verkefnið veitir tveimur nemendum styrk eins og áður segir, sem hafa unnið í samvinnu við hvalaskoðunarfyrirtæki, verndarsamtök og fræðilega samstarfsaðila til að safna gögnum og greina þau. Laura framkvæmir mat á mikilvægi svæðisins fyrir hvali, á meðan Ben kannar dreifingu hvala á svæðinu til að bera kennsl á skörun við starfsemi af mannavöldum. Nemendurnir hafa unnið saman að gerð ráðlegginga um ábyrgar siglingar í Ísafjarðardjúpi
Ben og Laura halda kynningu í Háskólasetri á mánudaginn 9. september kl 15:00 og segja frá bráðabirgðaskýrslu um niðurstöður þeirra. Kynningin er opin öllum.
Zoom linkur: https://eu01web.zoom.us/j/66382722257