Á Háskólahátíð fögnum við með þeim nemendum sem útskrifast úr meistaranámi hjá Háskólasetri sem og fjarnemum af Vestfjörðum. Háskólahátíð er þó ekki eingöngu fyrir útskriftarárgang, heldur líka fyrir alla fyrrverandi og núverandi nema, kennara, starfsfólk, stjórn og stofnaðila sem og aðra samstarfsaðila í gegnum tíðina.
Formleg útskrift er frá Háskólanum á Akureyri. Háskólasetrið efnir af þessu tilefni til háskólahátíðar á Hrafnseyri þann 17. júní, eins og árlega. Háskólasetur Vestfjarða býður einnig velkomna alla vestfirska útskriftarnema til að samfagna á háskólahátíðinni á Hrafnseyri. Eins og árlega megum við reikna með að rektor Háskólans á Akureyri heiðri Háskólahátíð með nærveru sinni.
Við eigum alltaf nokkrar húfur með áletruðum ártölum fyrri útskriftarárganga. Þess vegna er þeim sem geta ekki mætt með sínum útskriftarárgangi óhætt að koma á næsta ári, eða þess vegna á einhverjum næstu árum, og geta þá fengið afhenta áletraða húfu með réttu ártali.
Árið 2024 er líka haldið upp á 1150 ára landnáms Ingólfs Arnarsonar og 80 ára afmælis lýðveldis okkar tíma. Skipulag dagsins á Hrafnseyri verður mjög svipað og árin á undan. Athöfnin er úti undir berum himni meðan veður leyfir.
Háskólahátíð verður hlutur heildardagskrár á Hrafnseyri. Formlegt boðsbréf verður sent þegar nákvæm dagskrá er tilbúin. Háskólahátíð er hluti af hátíðarhöldum á Hrafnseyri í tilefni 17. júni. Boðið verður upp á ókeypis sætaferðir frá Ísafirði á Hrafnseyri og til baka. Tillit verður tekið til flugs til/frá Ísafirði.
Dagskrá
11:15 Mæting hjá Háskólasetri Vestfjarða
11:30 Rúta fer frá Háskólasetri til Hrafnseyrar (skráning þarf fyrir rútu)
13:00 Athöfn í Hrafnseyrarkirkju sem hluti af þjóðhátíðardegi
13:45 Dagskrá þjóðhátíðardags á Hrafnseyri, kökuhlaðborð. Súpa og brauð til sölu.
14:15 Hátíðarræða, aðrar ræður og tónlistaratriði
15:00-16:30 Háskólahátíð í tilefni útskriftar meistaranema Háskólaseturs Vestfjarða
17:00. Rúta frá Hrafnseyri til Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði (skráning þarf fyrir rútu)
Vinsamlegast hafið samband við reception@uw.is fyrir skráningu í rútu.
Gisting í stúdentagörðum: Við bjóðum útskriftarnemendum og fyrrverandi nemendum að gista á afsláttarverði í stúdíóíbúiðum í nývígðum stúdentagörðum meðan eitthvað er laust. Frekari upplýsingar: studentagardar@uw.is