Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða verður haldin á föstudaginn þann 24. maí kl 13:30. Fundurinn fer fram í Háskólasetri Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði. Einnig verður boðið upp á þátttöku í gegnum fjarfundabúnaðinn Zoom, tengill á fundinn: https://eu01web.zoom.us/j/65431254957


Stjórn Háskólaseturs snæðir hádegismat kl. 12:30-13:30, á Hóteli Ísafjarðar. Fundargestum er velkomið að vera með, en
greiða fyrir sig sjálfir. Eftir fundinn er boðið upp á kaffi og með því og rannsóknaverkefnasyrpu.
Endurskoðaðir reikningar (drög) liggja frammi í Háskólasetri til skoðunar fyrir þá sem þess óska.

Dagskrá
13:30 Aðalfundur
1. Skýrsla stjórnar
2. Afgreiðsla reikninga
3. Fjárhagsáætlun
4. Kosning stjórnarmanna
Stjórn á ekki við 2024
Formaður fulltrúaráðs á ekki við 2024
5. Kjör skoðunarmanna eða endurskoðenda
6. Ákvörðun um þóknun til stjórnar
7. Tillögur um breytingar á skipulagsskrá og starfsháttum (engin tillaga liggur fyrir)
8. Inntaka nýrra aðila (engin umsókn liggur fyrir)
9. Ákvörðun um gjald nýrra aðila
10. Önnur mál