Ráðstefna: Félags- og samstöðuhagkerfið

SMELLIÐ HÉR FYRIR VIÐBURÐINN Á FACEBOOK - SJÁIÐ NÝJUSTU TILKYNNINGAR OG UPPFÆRSLUR

Um ráðstefnuna

Social and Solidarity Economy (SSE), eða „Félags- og samstöðuhagkerfið“, eins og við höfum kosið
að nefna það, eru regnhlífarsamtök fjölbreyttra samtaka, frjálsra félaga (NGOs), hjálparstofnanna,
hagnaðar- og óhagnaðardrifinna fyrirtækja, samvinnufélaga, sjálfboðaliða hópa og annarra samtaka
og fyrirtækja sem hafa félags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi í verslun og framleiðslu á
ýmiskonar vöru og þjónustu er byggir á samvinnu, samstöðu, siðfræði og lýðræðislegri stjórnun. Þau
eru að finna í margvíslegum iðnaði, menntun- og fræðslustarfssemi, velferðar- og heilbrigðisþjónustu,
fjármála- og tryggingarþjónustu, fasteignasölu, landbúnaði, fiskveiðum, ferðaþjónustu, ýmis konar
tæknifyrirtækjum, virkjunum sem og í listum, menningu og fjölmiðlun. Það sem einkennir þessi
fyrirtæki og félög öðru fremur, og veldur því að þau eru öðruvísi en venjuleg hagnaðardrifin fyrirtæki,
er eftirfarandi:
1) Þau starfa öll í þágu almannaheilla, þar sem aðalmarkmiðið er að uppfylla ákeðna félags- og
umhverfislega þörf í nærsamfélaginu.
2) Nær allur hagnaður af starfssemi þeirra fer til viðhalds og endurnýjunar verkefnisins sem þau
ákveða að stofna til.
3) Tilgangur verkefnisins er þar með mikilvægari en arðurinn af starfsseminni. Þannig aðskilja þessi
fyrirtæki sig frá öðrum fyrirtækjum og félögum sem aðallega eru rekin í hagnaðarskyni.
4) Öll eru þessi fyrirtæki og félög sjálfstæð og rekin á lýðræðislegan hátt.

Flestum jarðarbúum er nú orðið ljóst að mikilla breytinga er þörf ef afkomendur okkar eiga að getað
lifað á þessari jörð í framtíðinni. Ýmsar hugmyndir og tillögur hafa komið fram á undanförnum árum,
þar sem bent er á hugsanlegar leiðir til að koma til móts við þær breyttu forsendur og áskoranir sem
við eigum í vændum. Sem dæmi má nefna Hringrásarhagkerfið, „Degrowth“, „Human economy“,
„Moral economy“, „Sharing economy“, „Universal Basic Income“ (UBI, þ.e. Borgarlaun) og fleiri.

Eins og mörg þessara hugmyndakerfa fjallar Félags- og samstöðuhagkerfið um nærsamfélagið, þar með talin fámenn bæjarfélög og þorp í dreifbýli. Það er því alveg ljóst að þær breytingar sem eru yfirvovandi eiga eftir að hafa mikil áhrif á sveitarfélög og hin ýmsu byggðarlög á landsbyggðinni. Ráðstefnan, sem hér um ræðir, mun beina sjónum sínum sérstaklega að þeim möguleikum og tækifærum sem „Félags- og samstöðuhagkerfið“ hefur að bjóða þorpum og bæjum í hinum dreifðu byggðum landsins.

Dagskrá

Hér má nálgast drög að dagskrá fyrir ráðstefnuna. Birt með fyrirvara um breytingar

Erindakall

Tilkynnt síðar

Skráning og verð

Vinnustofa (laugardagurinn, boðsgestir)
Skráning nauðsynleg til að vita fjöldann í mat/kaffi. Ekkert skráningargjald
Súpa og brauð á Háskólasetri og kaffi og með því innifalið

Málþing (sunnudagurinn)
Skráning nauðsynleg til að vita fjöldann í mat/kaffi. Ekkert skráningargjald
Sameiginlegur hádegisverður í Tjöruhúsi (hver borgar fyrir sig)

Gisting

Yfirlit um gistimöguleika má finna hjá Markaðsstofu Vestfjarða.