Háskólahátíð

Háskólahátíð fer fram árlega á Hrafnseyri þjóðhátíðardaginn 17. júní, sem hluti af hátíðardagskránni á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Þá útskrifast nemendur af meistaranámsleiðum Háskólaseturs, og fleiri til því Háskólahátíð er opin öllum sem búa á Vestfjörðum og vilja halda upp útskrift með fjölskyldu og vinum í sinni heimabyggð, sama frá hvaða háskólastofnun þau ljúka prófi.