News

Nemendur rannsaka sjávarspendýr á Húsavík

Meistaranemar Háskólaseturs Vestfjarða hafa í mörg ár tekið þátt í vettvangsnámskeiði á Húsavík sem er haldið yfir sumartímann á vegum Rannsóknaseturs HÍ á Húsavík. Námskeiðið kallast “Aðferðir við rannsóknir á sjávarspendýrum” og er hluti af Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ. Fram kemur á vef HÍ að 25 nemendur frá ýmsum löndum tóku þátt í námskeiðinu í ár og var stór hluti þeirra nemendur Háskólaseturs. Nemendur Háskólaseturs taka þátt í námskeiðinu sem gestanemar, en fyrir rúmlega 10 árum stofnuðu ríkisháskólar með sér kerfi sem auðveldar gestanemum töluvert að taka stök námskeið í öðrum háskólum. Háskólasetur Vestfjarða tekur þátt í þessu kerfi þar sem nemendur eru formlega innritaðir í HA. Í gegnum kerfið fær Háskólasetrið bæði til sín nemendur og sendir frá sér.

UW students research marine mammals in Húsavík

UW’s master’s students have participated in a field course in Húsavík for many years, which is held during the summer by the Research Center of the University of Iceland in Húsavík. The course is called "Methods for Research on Marine Mammals" and is part of the Faculty of Life and Environmental Sciences at the University of Iceland. It is stated on the University of Iceland’s website that 25 students from various countries participated in the course this year, and a large part of them were UW students. UW students participate in the course as guest students, but over 10 years ago, state universities established a system that makes it much easier for guest students to take individual courses at other universities. UW participates in this system since students are officially enrolled at the University of Akureyri. Through the system, UW both receives and sends out students.

Convocation 2024

The convocation was held yesterday on the national day of Iceland at Hrafnseyri where it was embedded in the national day’s festivities. With the convocation we celebrated the graduation of the students from the master’s programmes at UW, as well the graduation of distance learning students in the Westfjords. We had lovely weather and a very pleasant convocation celebration. As per usual, there was a cake buffet, soup, a music performance and the graduation ceremony. Graduates received their diploma from Eyjólfur Guðmundsson Rector of the University of Akureyri. Students also received a knitted diploma hat and a small tree that many graduates have planted at the hillside behind the church at Hrafnseyri, an area that is starting to resemble a growing forest of saplings, bigger each year.

Háskólahátíð 2024

Háskólahátíð fór fram á Hrafnseyri á þjóðhátíðardaginn 17 júní í afar fallegu veðri. Eins og öll árin áður var háskólahátíð hluti af hátíðardagskrá á Hrafnseyri. Að venju var kökuhlaðborð og súpa, tónlistaratriði og ræður frá fyrrverandi nemendum Háskólaseturs hlutur af dagskrá dagsins. Útskriftarnemar fengu skírteini afhent frá Eyjólfi Guðmundssyni, rektor Háskólans á Akureyri. Þeir fengu einnig prjónaða skotthúfu í þjóðlegum stíl ásamt trjáplöntu sem nemendur gróðursettu í brekkunni seinna. Hér fyrir neðan má lesa ávarp forstöðumanns Háskólasetur Vestfjarða og sjá myndir frá deginum:

UW's annual general meeting

Today, the general meeting of UW took place. Peter Weiss, director of UW presented the annual report for 2023, which included an overview of positions, master's programs, marketing, distance learning, research and collaboration and much more at UW.

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða

Í dag fór aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða fram. Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs kynnti ársskýrslu fyrir árið 2023 þar sem farið var yfir stöðugildi, meistaranám, kynningarmál, fjarnám, rannsóknir og samstarf og margt fleira hjá Háskólasetri.

UW students visit the Regional Development Institute

We recently wrote about UW’s summer school, which is an international cooperation. Each year, UW visits one of the partnering countries and learns about their approaches on "smart shrinking" as a development approach for de-populating regions. This year UW is the hosting country. The group, which consists of seven UW students in the Coastal Communities and Regional Development master's program, Matthias Kokorch academic director, and 24 students from Latvia, Lithuania, Estonia, and Finland, are currently travelling in north-Iceland, visiting small municipalities.

Meistaranemar UW heimsækja Byggðastofnun

Við fylgjumst spennt með sumarskóla Háskólaseturs sem er á ferðalagi um norðurlandið að læra um ólíka nálgun á snjallfækkun sem hluti af alþjóðlegu samstarfi. Á hverju ári hefur Háskólasetur heimsótt eitt af samstarfslöndum verkefnisins en í ár hýsir Háskólasetur sumarskólann. 24 nemendur frá Lettlandi, Litháen, Eistlandi og Finnlandi bættust í hóp 7 meistaranema í Sjávarbyggðafræði hjá Háskólasetri ásamt Matthias Kokorsch fagstjóra Sjávarbyggðafræði.

Franskir starfsnemar hjá Háskólasetri

Mörg ný andlit eru í Háskólasetri Vestfjarða þessa dagana þar sem 13 meistaranemar frá Toulon háskólanum í suður Frakklandi eru í starfsþjálfun hjá Háskólasetri Vestfjarða í samtals 17 vikur. Starfsnemarnir eru meistaranemar í hafeðlis- og hafverkfræðinámi við sjávarverkfræðideild og eru hér í starfsþjálfun undir handleiðslu Björns Erlingssonar.

French interns at UW explore changes in the Icelandic sea

There have been many new faces at UW in the past few days. 13 students from SeaTech, the French school of engineering, are interns at UW for a total of 17 weeks. The interns are master’s students in marine engineering and are undergoing training here under the guidance of Björn Erlingsson.