The University Centre's Intermediate course is especially designed for people who want to improve their prior knowledge of Icelandic and at the same time experience the life in a small Icelandic town. This two-week intermediate course will take your Icelandic skills to the next level.
Students learn how to build up their Icelandic vocabulary in an effective way and will deepen their understanding of the structure of the language through lectures and exercises. Participating in everyday life in a small town in the countryside is an especially pleasant way to get a feeling for Icelandic society.
Registration FeeDates & DeadlinesApplication Process
Course Description
The 2-week intermediate course covers reading, writing and conversation skills up to CEFR level B1 and includes approximately 55 hours of varied and interesting instruction. The course location is the University Centre of the Westfjords in Ísafjörður.
The course materials are provided by the teachers in form of photocopies and other materials. The material is included in the course fee, and will be available at the University Centre of the Westfjords upon your arrival.
Language of teaching is mainly Icelandic. The teacher will however use English as an assisting language to explain difficult contents, as for instance grammar questions.
For more information please contact islenska@uw.is.
Teachers
Eiríkur Sturla Ólafsson (f. 1976 í Reykjavík) er með BA-gráðu í þýsku og sagnfræði sem og MA-gráðu í þýðingafræði, og lauk námi 2005. Hann lærði í Reykjavík, Köln og Berlín.
Hann er dulítill nörd þegar kemur að tungumálum og þá sérstaklega málfræði, og hefur sérstakan áhuga á latínu, þýsku, íslensku (nema hvað), japönsku og orðsifjafræði.
Eiríkur (eða Eiki eins og flestir kalla hann) hefur kennt íslensku sem erlent mál síðan 2007 þegar hann byrjaði að kenna í Zürich í Sviss. Eftir að hafa kennt í Berlín í 6 ár, flutti hann sig um set til Kína og hefur kennt þar við Beijing-háskóla erlendra fræða síðastliðin 8 ár, en þó með hléum undanfarið vegna heimsfaraldursins. Það er þó að breytast til batnaðar.
Eiki hefur gert eitt og annað meðfram kennslustörfum sínum, stundað íþróttir, ferðablaðamennsku, þýðingar og skrif. Hans aðaláhugamál eru ferðalög og kennslan er það sömuleiðis. Hann tekur sundferðir sínar afar alvarlega og skilur ekki landa sína sem hanga bara í heita pottinum í stað þess að taka góðan sprett í lauginni.
Marc Daníel Skipstað Volhardt er málvísindamaður frá HÍ en hefur líka stundað nám við Kaupmannahafnarháskóla í Danmörku og Háskólann í Tromsø í Noregi, sérsvið hans er hljóðfræði, hljóðkerfisfræði, Norðurlönd og Norðurlandamál, mállýskur, frumbyggjamál og hefur hann meðal annars stundað rannsóknir í Mexíkó á málinu otomí. Hann Kennir íslensku sem annað mál, dönsku sem annað mál, skandinavísk fræði ásamt almennum málvísindum við HÍ
Í frístundum sínum hefur hann gaman af ferðalögum, ljósmyndun, náttúru og finnst best að fá sér uppáhellt brúsakaffi á bensínstöð.
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Ólafur Guðsteinn Kristjánsson hefur umtalsverða reynslu af því að kenna íslensku sem annað mál og hefur kennt við marga skóla og stofnanir í gegnum tíðina. Frá árinu 2010 hefur hann kennt íslensku við Háskólasetur Vestfjarða auk þess sem hann hefur kennt fyrir SIT vettvangskólann síðan 2014. Þar að auki kennir hann íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands og er, um þessar mundir, umsjónarmaður íslenskunámskeiða Háskólaseturs.
Hann er áhugasamur kennari sem hugnast vel forvitnir nemendur og vel fær um að útskýra allt milli himins og jarðar hvort sem það eru óreglulegar sagnir eða íslensk tónlist.