Hvað er títt?

Fréttir og tilkynningar

20.09.2024

Háskólasetur Vestfjarða hluti af “Green Meets Blue” verkefninu

Háskólasetur Vestfjarða er hluti af verkefninu „Green Meets Blue“, sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt (MR-FJLS). Verkefnið verður undir forystu Nordregio og eru Háskólasetur Vestfjarða og Háskóli Hálanda og eyja í Skotlandi (University of Highlands and Islands – UHI) samstarfsaðilar í verkefninu. Matthias Kokorsch, fagstjóri hjá Háskólasetri er verkefnisstjóri fyrir íslenska hluta verkefnisins. Aðstoðarmenn eru Rebecca og Tabea, sem báðar eru meistaranemar við Háskólasetur, ásamt Maria Wilke sem er fyrrverandi meistaranemi og kennari við Háskólasetur Vestfjarða og skrifaði doktorsverkefni um hafskipulag.
16.09.2024

Ráðstefna um félags- og samstöðuhagkerfið í Háskólasetri Vestfjarða

Á föstudaginn 13. September fór fram ráðstefna um félags- og samstöðuhagkerfið í Háskólasetri Vestfjarða. Yfir 50 manns sóttu ráðstefnuna og voru fyrirlestrar jafn áhugaverðir og þeir voru fjölbreyttir. Ráðstefnan hófst á léttum veitingum í boði Háskólaseturs Vestfjarða og Peter Weiss forstöðumaður ávarpaði ráðstefnu gesti og bauð þá velkomna. Hann tilkynnti einnig forföll forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur en hún forfallaðist vegna jarðarfarar.
06.09.2024

Nýnemaferð í Vigur

Nýnemar Háskólaseturs Vestfjarða fóru í afar skemmtilega ferð í Vigur seinustu helgi. Árlega nýnemaferðin hefur þann tilgang að hrista saman hópinn og kynnast svæðinu í kringum Ísafjörð. Nemendahópurinn samanstóð af meistaranemum Háskólaseturs Vestfjarða í námsleiðunum tveimur: Haf- og Strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði. Einnig voru nemendur í meistaranámi í “Climate Change and Global Sustainability” viðstaddir en þeir dvelja hjá Háskólasetri í eina önn í gegnum bandaríska SIT háskólann í Vermont.
04.09.2024

Háskólasetur á GLISFO 2024 í Færeyjum

Matthias Kokorsch, fagstjóri meistaranámsins í Sjávarbyggðafræði fór nýlega til Færeyja ásamt tveimur meistaranemum úr Háskólasetri Vestfjarða til að taka þátt í GLISFO 2024. Nemendurnir tveir sem slógust með í för eru Tabea Jacob, nemandi í Haf- og Strandsvæðastjórnun og Rebecca Eriksson, nemandi í Sjávarbyggðafræði.
26.08.2024

Varnatímabil meistaranema hefst

Nú er aftur komið að meistaraprófsvörnum hjá nemendum Háskólaseturs Vestfjarða. Varnirnar hefjast á þriðjudaginn 3. september og munu 13 nemendur kynna og verja meistaraverkefni sín á næstu vikum. Umfjöllunarefnin eru afar áhugaverð og varnirnar eru opnar almenningi. Einnig er hægt að fylgjast með á zoom og linkana má finna í töflunni hér að neðan.
23.08.2024

Nýnemadagar 2024

Í dag og á morgun fara fram nýnemadagar hjá Háskólasetri Vestfjarða þar sem tekið er á móti meistaranemum og nýtt skólaár sett. Nemendahópurinn sem var viðstaddur í dag samanstendur af meistaranemum Háskólaseturs Vestfjarða í námsleiðunum tveimur: Haf- og Strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði. Einnig voru nemendur í meistaranámi í “Climate Change and Global Sustainability” viðstaddir en þeir dvelja hjá Háskólasetri í eina önn í gegnum bandaríska SIT háskólann í Vermont.
02.07.2024

Nemendur rannsaka sjávarspendýr á Húsavík

Meistaranemar Háskólaseturs Vestfjarða hafa í mörg ár tekið þátt í vettvangsnámskeiði á Húsavík sem er haldið yfir sumartímann á vegum Rannsóknaseturs HÍ á Húsavík. Námskeiðið kallast “Aðferðir við rannsóknir á sjávarspendýrum” og er hluti af Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ. Fram kemur á vef HÍ að 25 nemendur frá ýmsum löndum tóku þátt í námskeiðinu í ár og var stór hluti þeirra nemendur Háskólaseturs. Nemendur Háskólaseturs taka þátt í námskeiðinu sem gestanemar, en fyrir rúmlega 10 árum stofnuðu ríkisháskólar með sér kerfi sem auðveldar gestanemum töluvert að taka stök námskeið í öðrum háskólum. Háskólasetur Vestfjarða tekur þátt í þessu kerfi þar sem nemendur eru formlega innritaðir í HA. Í gegnum kerfið fær Háskólasetrið bæði til sín nemendur og sendir frá sér.
18.06.2024

Háskólahátíð 2024

Háskólahátíð fór fram á Hrafnseyri á þjóðhátíðardaginn 17 júní í afar fallegu veðri. Eins og öll árin áður var háskólahátíð hluti af hátíðardagskrá á Hrafnseyri. Að venju var kökuhlaðborð og súpa, tónlistaratriði og ræður frá fyrrverandi nemendum Háskólaseturs hlutur af dagskrá dagsins. Útskriftarnemar fengu skírteini afhent frá Eyjólfi Guðmundssyni, rektor Háskólans á Akureyri. Þeir fengu einnig prjónaða skotthúfu í þjóðlegum stíl ásamt trjáplöntu sem nemendur gróðursettu í brekkunni seinna. Hér fyrir neðan má lesa ávarp forstöðumanns Háskólasetur Vestfjarða og sjá myndir frá deginum:
24.05.2024

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða

Í dag fór aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða fram. Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs kynnti ársskýrslu fyrir árið 2023 þar sem farið var yfir stöðugildi, meistaranám, kynningarmál, fjarnám, rannsóknir og samstarf og margt fleira hjá Háskólasetri.
21.05.2024

Meistaranemar UW heimsækja Byggðastofnun

Við fylgjumst spennt með sumarskóla Háskólaseturs sem er á ferðalagi um norðurlandið að læra um ólíka nálgun á snjallfækkun sem hluti af alþjóðlegu samstarfi. Á hverju ári hefur Háskólasetur heimsótt eitt af samstarfslöndum verkefnisins en í ár hýsir Háskólasetur sumarskólann. 24 nemendur frá Lettlandi, Litháen, Eistlandi og Finnlandi bættust í hóp 7 meistaranema í Sjávarbyggðafræði hjá Háskólasetri ásamt Matthias Kokorsch fagstjóra Sjávarbyggðafræði.
17.05.2024

Franskir starfsnemar hjá Háskólasetri

Mörg ný andlit eru í Háskólasetri Vestfjarða þessa dagana þar sem 13 meistaranemar frá Toulon háskólanum í suður Frakklandi eru í starfsþjálfun hjá Háskólasetri Vestfjarða í samtals 17 vikur. Starfsnemarnir eru meistaranemar í hafeðlis- og hafverkfræðinámi við sjávarverkfræðideild og eru hér í starfsþjálfun undir handleiðslu Björns Erlingssonar.
16.05.2024

SeaGirls: Hvað er hafið fyrir þér

Föstudaginn 17. maí kl. 16:30 verður formleg opnun á vefsýningunni SeaGirls – hvað er hafið fyrir þér í Turnhúsinu. Í verkefninu "Seagirls" fékk hópur af stúlkum einnota filmuvélar yfir sumartímann í þeim tilgangi að fá innsýn í samband og skilning þeirra á hafinu. Verkefnið er unnið í samstarfi milli Háskólaseturs Vestfjarða og Hversdagssafnsins og fékk styrk frá nýsköpunarsjóði og uppbyggingarsjóði Rannís, sem hluti af alþjóðlegri umræðu um kyn og haf.
15.05.2024

Sumarskóli Háskólaseturs

Háskólasetur Vestfjarða er hluti af alþjóðlegu samstarfi sem skipuleggur sumarskóla. Á hverju ári heimsækjum við eitt af samstarfslöndunum og lærum um nálgun þeirra á "snjallfækkun" fyrir svæði sem glíma við fólksfækkun. "Snjallfækkun" er aðferðafræði í byggðaþróun sem á ensku kallast "smart shrinking", en það er nálgun þar sem sæst er á íbúafækkun svæðis með áherslu á að mynda smærri kjarna með betri lífsgæðum.
26.04.2024

Meistaranemar rannsaka hnúfubaka í Ísafjarðardjúpi

Tveir meistaranemar Háskólaseturs Vestfjarða fengu styrk til að rannsaka hnúfubaka í Ísafjarðardjúpi í sumar og haust, þau Benedek Regoczi and Laura Lyall. Styrkurinn er veittur af Rannís, nýsköpunarsjóði námsmanna, fyrir 2.040.000kr. Brack Hale, fagstjóri meistaranáms í Haf- og Strandsvæðastjórnun sótti um styrkinn fyrir hönd Háskólaseturs Vestfjarða fyrir verkefnið “Rannsóknir á hvölum fyrir ábyrgar siglingaleiðir”. Verkefnið verður unnið í samvinnu við Borea, Sjóferðir, Húsavík, Vestmannaeyjar og Whale Wise. Í verkefninu kemur fram að Ísafjarðardjúp er mikilvægt fæðusvæði fyrir hnúfubaka en litlar upplýsingar liggja fyrir um hvalina í dag. Á sama tíma er mikið um röskun af mannavöldum á svæðinu þar á meðal tíðar bátsferðir um Ísafjörð og er talið að þær muni bara aukast, sem getur þýtt meiri áhrif á hegðun og heilsu hvalanna. Í verkefninu er lagt til samstarfsnet til að kanna útbreiðslu hvalanna í Ísafjarðardjúpi til að stuðla að upplýstum og ábyrgum starfsháttum á svæðinu. Verkefnið veitir tveimur nemendum styrk eins og áður segir, sem munu vinna í samvinnu við hvalaskoðunarfyrirtæki, verndarsamtök og fræðilega samstarfsaðila til að safna gögnum og greina þau. Laura mun meta mikilvægi svæðisins fyrir hvali, á meðan Ben mun kanna dreifingu hvala á svæðinu til að bera kennsl á skörun við starfsemi af mannavöldum. Nemendurnir munu vinna saman að gerð ráðlegginga um ábyrgar siglingar í Ísafjarðardjúpi.
18.04.2024

Miðstöð byggðafræði að taka á sig mynd hjá Háskólasetri Vestfjarða

Á fimmtudagsmorgni komu starfsmenn Byggðastofnunar við í nýbyggðum stúdentagörðum Háskólaseturs Vestfjarða. Þó Byggðastofnun hefði ekki komið að fjármögnun stúdentagarða hafa starfsmenn sýnt þessu framtaki mikinn áhuga, enda leið til að efla byggð.
20.03.2024

Nemendur heimsækja bæjarstjóra Bolungarvíkur

Nemendur Háskólaseturs Vestfjarða heimsóttu nýlega Jón Pál bæjarstjóra í Bolungarvík sem hluti af námskeiðinu “Búferlaflutningar og íbúaþróun”. Nemendurnir fengu að skoða sig um á bæjarskrifstofunni og kíktu yfir á Náttúrustofu Vestfjarða, Bláma og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í sömu byggingu. Eftir það var förinni heitið á skrifstofu bæjarstjórans og áttu þau áhugavert samtal við Jón og fengu einnig kynningu frá honum um íbúaþróun og skipulag Bolungarvíkur. Hann kynnti þeim fyrir átaki sem kallast “Bolungarvík 1000+” sem snýr að því að fjölga íbúum Bolungarvíkur úr 950 í 1000. Átakið varð til vegna áforma um að sameina bæjarfélög sem væru með færri íbúa en 1000. Jón Páll sagði að Bolungarvík væri sjálfstætt bæjarfélag og tók það í raun ekki til greina, eina leiðin væri að hækka íbúafjöldann. Markmiðið náðist þann 13. apríl 2023 og telur hann að rekja megi árangurinn til þess að bæjarfélagið fjárfesti í þrjár megin stoðir.
14.03.2024

Leah Shamlian vinnur verðlaun fyrir meistararitgerð

Leah Shamlian er fyrrverandi nemi hjá Háskólasetri sem nýlega hlaut verðlaun fyrir meistararitgerðina sína. Verðlaunin heita Tom McKnight & Joan Clemons Paper Award og voru veitt á árlegri ráðstefnu samtaka landfræðinga á Kyrrahafsströnd (Association for Pacific Coast Geographers). Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi meistararitgerðir en tekið er mið af efninu sem er kynnt, hvernig nemandi stendur sig í kynningunni og hvernig þau svara spurningum. Dómnefndin er skipuð af 5-7 deildarmeðlimum frá ýmsum háskólum og verðlaunin voru stofnuð af þeim Tom McKnight og Joan Clemons.
11.03.2024

Könnun á landsvísu um staðartengsl, loftslagsbreytingar og áhættuskynjun

Emma Dexter, meistaranemi hjá Háskólasetri Vestfjarða í sjávarbyggðafræði, stendur nú fyrir könnun á landsvísu sem hluti af meistaraverkefninu sínu. Könnunin mælir staðartengsl, vitund á loftslagsbreytingum og áhættuskynjun hjá fólki sem býr á Íslandi. Niðurstöðurnar munu nýtast við gerð sjálfbærar þróunaraðferða, bæði staðbundnar og á landsvísu, og varpa ljósi á hvernig skynjun einstaklinga gæti verið betur samþætt í þessar áætlanir.
08.03.2024

Rannsakar umhverfisvæna ammoníakframleiðslu á Ísafirði

Háskólasetur Vestfjarða fékk heimsókn frá ungum rannsakanda sem skoðar umhverfisvæna ammoníakframleiðslu á Ísafirði. Matei Filip Popescu er 26 ára meistaranemi við Háskóla Íslands í umhverfis og auðlindafræði. Hann hefur dvalið á Ísafirði í eina viku og hefur nýtt sér fjarvinnuaðstöðu Háskólaseturs Vestfjarða við vinnu sína á rannsókninni, m.a. til að taka viðtöl við íbúa á svæðinu. Leiðbeinandinn hans er Dr. David Cook, stundakennari við Háskólasetur Vestfjarða og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Það var í gegnum þessi tengsl David Cook við Háskólasetur að Matei kom til okkar.
01.03.2024

Kanna tækninýjungar og gervigreind í hafskipulagi

Háskólasetur Vestfjarða hefur hlotið styrk fyrir verkefni sem snýr að hlutverki staðbundinnar þekkingar í hafskipulagi fyrir græna þróun á tímum stafrænna umbreytinga og loftslagsbreytinga. Verkefnið kallast á ensku: “The role of local knowledge in marine spatial planning for a just green transition in times of digital transformation and climate change” og er styrkt af vinnuhópi Norrænu ráðherranefndarinnar um fiskveiðar (AG-Fisk). Vinnuhópurinn AG-Fisk er framkvæmdaaðili samstarfs á sviði fiskveiða og fiskeldis.
16.02.2024

Talað um vísindi

Í dag lauk afar áhugaverðu tveggja vikna námskeiði hjá Háskólasetri Vestfjarða sem stóð yfir dagana 5-16. febrúar. Námskeiðið heitir “Talað um vísindi: Hagnýtur leiðarvísir að skapandi miðlun vísinda” og er hluti af meistaranámi kennt við Háskólasetur. Námskeiðið fjallar um hvernig miðla á vísindalegu efni bæði innan og utan veggja vísindasamfélagsins og er kennt af Jenny Rock. Nemendur læra fjölbreyttar aðferðir til að miðla vísindalegu efni í ólíku samhengi á skapandi hátt. Námskeiðið er hagnýtt þar sem notast er við vinnustofur og efni námskeiðsins byggir á fjölbreyttum sviðum til að hjálpa nemendum að miðla fjölbreyttu vísindalegu efni og samfélagsmálum.
13.02.2024

Vísindaport framundan

Á hverjum föstudegi yfir skólaárið er haldið Vísindaport í Háskólasetri Vestfjarða. Þetta eru 45 mínútna hádegisfyrirlestrar og eru efnistökin margvísleg, íbúar og aðrir gestir í Ísafjarðarbæ hittast þar yfir kaffibolla og hlýða á samborgara sína segja frá sínum viðfangsefnum, kynna verkefni og rannsóknir, tómstundir og önnur hugðarefni í máli og myndum. Efni Vísindaports eru afar fjölbreytt, en hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þau Vísindaport sem eru frammundan:
12.02.2024

Háskólasetur fær Jules Verne styrk og heimsókn frá franska sendiherranum

Háskólasetur Vestfjarða hlaut á dögunum Jules Verne styrkinn, en það er styrkur til vísinda- og tæknisamstarfs milli íslenskra og franskra aðila á grundvelli Jules Verne samstarfs samningsins. Styrknum er stýrt af rannsóknastjóra Háskólaseturs Vestfjarða, Dr. Catherine Chambers og Dr. Denis Laborde, þjóðfræðingi hjá frönsku rannsóknarstofnuninni fyrir vísindi. Verkefnið gengur út á að kanna sameiginlegan menningararf og sjávarminjar Íslands og Baskalands sem getur gegnt hlutverki í sjálfbærri samfélagsþróun. Verkefnið tengist stærra verkefni í Djúpavík sem kallast BASQUE. Á vef rannís um Jules Verne styrkinn kemur fram að markmiðið með samstarfinu við Frakkland er að virkja vísinda- og tæknisamstarf milli stofnana, skóla og rannsóknarhópa í báðum löndunum og að auðvelda samstarf við önnur samstarfsverkefni í Evrópu.
Hvað stendur til?

Á döfinni

Háskólasamfélagið

18.09.2024

Student story: GLISFO

To start off this term, Tabea and I, together with UW program director Dr. Matthias Kokorsch, attended the GLISFO workshop in Faroe Islands. The workshop is organized by the Research Council of the Faroe Islands, the Icelandic Center for Research, Greenland Research Council, Nordisk Energiforskning & the Icelandic Arctic Cooperation Network, and funded by The Nordic Council of Ministers and the Nordic Council.
23.05.2024

Catching up with alumni: Ingrid Bobeková

Welcome to our “catching up with alumni” series where we introduce you to previous UW students over the years. Ingrid Bobeková is a 32 year old alum who graduated from the Coastal Marine Management master’s program in 2022. Ingrid's hobbies include knitting, surfing, hiking, photography, and bird watching.
29.04.2024

Catching up with alumni: Isabelle Price

Welcome to our “catching up with alumni” series where we introduce you to previous UW students over the years. Isabelle Price is a 25 year old alum who graduated from the Coastal Marine Management master’s program in 2023. Isabelle's hobbies include running, biking, and kayaking.
19.04.2024

Catching up with alumni: Tyler Wacker

Welcome to our “catching up with alumni” series where we introduce you to previous UW students over the years. Tyler Wacker is a 33 year old alum who graduated from the Coastal Communities and Regional Development master’s program in 2022. Tyler's hobbies include biking, surfing, and skateboarding.
30.12.2023

Reflecting on 2023

A year that had mainly challenging news globally, to say the least – it's even more vital to spotlight the good news and achievements. At the University Centre, there were many moments for us that we will keep in good memories. The biggest milestone for UW was the opening of our new student housing this autumn. Witnessing its transformation from an idea to a tangible reality in just over a year was fantastic. Navigating the complexities of such an ambitious undertaking in a remote setting, with its many unpredictabilities, demanded a lot of collaboration, determination, and patience. This wasn't just a construction project; it was coastal community development in practice.
10.07.2023

Adapting to Change

My name is Brittaney Key, and I’m a Fulbright Fellow and master’s student in the Coastal Communities and Regional Development (CRD) program. I chose to come to Iceland for my fellowship specifically because of the CRD program and its unique inclusion of sustainability and development in a rural context.
16.06.2023

UW Abroad: Exploring the Baltic with NORDPLUS

This spring, from April 28th to May 14th, a group of 8 UW students had the opportunity to participate in a NORDPLUS trip in the Baltic region, where we joined students from universities in Finland, Lithuania, and Latvia to explore “smart shrinking” strategies for regions experiencing population decline.
08.05.2023

The Beauty in Everyday Life - Ísafjörður

Nýlega lauk meistaranámskeiðinu Frá auðlindahagkerfi í aðlöðunarhagkerfi: Sjávarbyggðir á tímum afþreyingar og ferðalaga sem Patrick Maher kennir. Í lok námskeiðsins bjuggu nemendur til myndbönd með þeirra sýn á Ísafjörð og nærumhverfið og útkoman urðu stórskemmtilegar stuttmyndir.
08.05.2023

Wake Boarding Westfjords

Nýlega lauk meistaranámskeiðinu Frá auðlindahagkerfi í aðlöðunarhagkerfi: Sjávarbyggðir á tímum afþreyingar og ferðalaga sem Patrick Maher kennir. Í lok námskeiðsins bjuggu nemendur til myndbönd með þeirra sýn á Ísafjörð og nærumhverfið og útkoman urðu stórskemmtilegar stuttmyndir.
08.05.2023

A Tale of One Naughty Tourist

Nýlega lauk meistaranámskeiðinu Frá auðlindahagkerfi í aðlöðunarhagkerfi: Sjávarbyggðir á tímum afþreyingar og ferðalaga sem Patrick Maher kennir. Í lok námskeiðsins bjuggu nemendur til myndbönd með þeirra sýn á Ísafjörð og nærumhverfið og útkoman urðu stórskemmtilegar stuttmyndir.
26.04.2023

A typical week in the life of two interns in Ísafjörður

Hello we are Hannah and Linda, two students from southern Germany. We are studying Public Administration at the University of Applied Sciences in Kehl. As part of our studies we are doing a three month long internship at the University Centre in Ísafjörður.

Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum

Póstlisti

Viltu fylgjast með?